– fyrstu skrefin

Kennsla á grunnatriðum Trello, allt frá skráningu á trello.com og einföldustu uppsetningu á persónulegu skipulagi, yfir í hópavinnu og stærri verkefni.

Hvað verður farið yfir á

Trello – fyrstu skrefin?

Námskeiðið er ætlað byrjendum en nýtist einnig þeim sem þekkja lauslega inná trello og vilja auka við sig.

Farið verður yfir grunnatriði við uppsetningu Trello og hvernig á að vinna í Tello borðum. 

Námskeiðið er hægt að kenna á staðnum eða í fjarfundi og áætlað um 3 tímar.

Hver er

Þinn ávinningur

Fyrstu skrefin stigin í notkun á Trello og í átt til betra skipulags

Þekking á því hvernig má stunda hópavinnu í Trello

Yfirsýn yfir notkunarmöguleika Trello, s.s. upplýsingaborð og viðbætur

Hvernig Trello nýtist í skipulagsvinnu bæði á vinnustaðnum og heima fyrir

hverjir eru helstu

Kostir Trello?

Einfalt og þægilegt

Trello er einfalt og sveigjanlegt forrit til að skipuleggja verkefni, hugmyndir, ferla eða hvað annað sem krefst skipulags og yfirsýnar.

Deildu upplýsingum á þægilegan máta

Trello hentar hvort sem er fyrir einstaklinga, í hópavinnu eða á vinnustaðnum og fellur vel að hvers konar hópavinnu og ólíkum vinnuaðferðum til að deila upplýsingum og fá góða yfirsýn.

Aðgengilegt á öllum tækjum

Trello er aðgengilegt á öllum tækjum á netinu og því hægt að vinna í því á skrifstofunni, uppí sófa með spjaldtölvuna og á ferðinni í símanum hvenær sem er

Mörg mismunandi borð

Hægt er að vera með mörg borð í Trello þar sem hvert borð gefur yfirsýn yfir afmarkaða hluti og þannig einbeita sér að einu í einu

Vertu í sambandi

Hérna fyrir neðan er hægt að senda mér skilaboð og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.  Ég get ekki alltaf tekið á móti símtölum og finnst því mun þægilegra að fá skilaboð send sem berast mér í tölvupósti og ég get svarað þegar ég á lausa stund.

Hver er 

Kennarinn?

Logi Helgu er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og ScrumMaster hjá Marel.  Áður starfaði hann sem Agile Coach hjá Valitor, verkefnastjóri hjá Mílu og Scrum Master hjá Novomatic Lottery Solutions. Logi hefur góða reynslu af verkefnastýringu og teymisstjórnun sem og reynslu af kennslu, m.a. sem stundakennari í HÍ.

Margra ára reynsla af Trello

Kennt Trello frá 2017

Áhugasamur um að deila Trello þekkingu

Hefur þægilegt notendaviðmót 😉

Hafðu samband

Sendu Loga skilaboð

Hafðu samband