Dagný Loga í U15

Dagný Loga er að fara með U15 (undri fimmtán ára) landsliðinu í körfu að keppa í Finnlandi í byrjun ágúst, og fyrir þetta verkefni stendur hún í ströngum æfingum allar helgar. Hún hefur því ekki möguleika á fjármögnun eins og fyrir félagsliðsferðina með Haukum, sem hún fór á fyrr í sumar og margir studdu.  Í þetta sinn fær hún að vera atvinnumaður og einbeitar sér að æfingum og sleppa öllum fjáröflunum.

Landsliðverkefnið KKÍ fær því miður lítinn stuðning frá ríkinu eða gegnum styrki og kostnaðurinn hvílir því á leikmönnum.  Við foreldrar hennar styðjum okkar stelpu heilshugar, og ef einhverjir aðrir hafa áhuga á að styðja við hana og styrkja hana með frjálsum framlögum, þá munum við taka á móti því á eftirfarandi reikning fyrir neðan og munum afhenda Dagný styrkinn ásamt kveðju frá öllum þeim sem tóku þátt ❤

Kt. 0912785459
Rn. 0176-05-60125

Dagný komst í gegnum allan niðurskurð niður í 20 manna hóp U15 landsliðsins í körfubolta (gott ef hún er ekki lægsti leikmaðurinn 😉 og eina í sínum árgang í Haukum sem komst að í landsliðshópinn. Skemmtilegt hvert hún er komin í ljósi þess að hún fékk að skottast með á æfingar fyrir mörgum árum með vinkonum sínum því pabbar þeirra voru þjálfarar og hún fylgdi bara með og kynntist körfubolta þar ❤

Takk fyrir stuðninginn ❤